Loftsteinn sprakk í geimnum!

Við hjónin vorum að koma austur Suðurlandsveg um hálf sexleytið, þegar við sáum stóra skæra ljóskúlu á austurhimninum með hala á eftir sér. Rétt seinna sprakk hún í 4-5 hluta og eldglæringar fylgdu með. Oft hefur maður séð minniháttar svokölluð stjörnuhröp þegar loftsteinar brenna upp í gufuhvolfinu, en þetta sló öllu við sem maður hefur séð áður. Gaman verður að sjá hvort fleiri hafa séð þetta og þótt mikið um. Ég er að skrifa þetta núna um sexleytið og vorum við stödd við Landvegamót þegar við urðum vitni að þessu.

*Viðbót*
Maður úr Hafnarfirði hringdi í mig áðan og hafði séð þetta þaðan. Virkaði eins og það væri yfir Bláfjöllum. Þá hafa semsagt ca. 5-6 manns meldað að hafa séð þetta úr Hafnarfirði, vesturbæ Rvíkur, Snæfellsnesi og Dalasýslu auk okkar á Suðurlandi.


mbl.is Loftsteinn sprakk á austurhimni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá þetta líka og er í Húnavatnssýslu. Hélt fyrst að um flugvél væri um að ræða sem væri að hrapa.

Magnús (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 23:20

2 identicon

Ég sá þetta líka þegar ég var úti að hlaupa í bænum. Hélt fyrst að um geimskip væri að ræða sem væri að hrapa.

Brynjar (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 01:34

3 identicon

Þeir sem sáu þennan loftstein eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst til halo@raunvis.hi.is og gefa upp nafn og símanúmer sem hægt væri að hringja í. Þar sem steinninn virðist hafa sést víða á landinu er hugsanlegt að með samanburði á lýsingum megi reikna hæð hans þegar hann hvarf og hvar það gerðist. - Þorsteinn Sæmundsson

Þorsteinn Sæmundsson (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 17:13

4 identicon

Sá þetta mjög greinilega.

Var austur í Landssveit, í landi Leirubakka og við sáum þegar hann birtist.  Var í svona 3-4 sek og svo skiptist hann í 2-3 aðra hluta og eyddist svo alveg.  Virtist vera nálægt Heklu.  Algjörlega mögnuð sjón enda var algjört svarta myrkur í sveitinni og það var mikill bjarmi af þessu, minnti helst á stóra rakettu sem væri að falla til jarðar.  Kv. Nökkvi S

Nökkvi (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rang(is)færslur
Rang(is)færslur

Þessi bloggsíða er tengd frétta- og myndasíðunni rang.is sem er í umsjón höfundar, Óla Más Aronssonar á Hellu. Tilgangurinn er að auka umræður og koma á framfæri fréttum og myndum úr héraði og jafnvel víðar að.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband