Biðja þarf afsökunar á fleiru er það ekki?

Auðvitað er gott og blessað að biðja fólk afsökunar á hruninu og allri þeirri óstjórn og eftirlitsleysi sem ríkti fyrir hrun. En er bara ekki kominn tími til að Jóhanna biðji líka afsökunar á aðgerðarleysinu síðan og hvað endurreisnin fer hægt af stað?

________

Svo vorum við að horfa á sjónvarpsþátt um hrunið sem hefði alveg eins getað verið útvarpsþáttur og mikið betri sem slíkur. Þarna var lesinn upp endalaus texti, sennilega úr bók Guðna Th. sem utsvar1.jpgþátturinn byggðist á, sýndar endalausar kyrrmyndir af lógóum bankanna og skjaldarmerkinu, myndir úr auðum herbergjum og síðan voru þau myndskeið sem sýnd voru, spiluð aftur og aftur.  Það hefði frekar mátt sýna þulinn meir, að ég tali nú ekki um ef hún hefði fengið hárgreiðslu eins og í Útsvari, þessi fjallmyndarlega kona.


mbl.is Biður þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Hvernig væri nú að gleðjast yfir einu í einu. Ekki fékkstu afsökunarbeiðni frá þeim sem mesta sök áttu á þessu klúðri. Er einskis virði að forsætisráðherran þurrki upp skítinn eftir lúðulakana sem greina ekki rétt frá röngu?

Rúnar Þór Þórarinsson, 7.10.2009 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rang(is)færslur
Rang(is)færslur

Þessi bloggsíða er tengd frétta- og myndasíðunni rang.is sem er í umsjón höfundar, Óla Más Aronssonar á Hellu. Tilgangurinn er að auka umræður og koma á framfæri fréttum og myndum úr héraði og jafnvel víðar að.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband