Ósammála varaþingmanninum

Ég er ánægður með ákvörðun sjálfstæðismanna varðandi þetta frumvarp. Þetta sýnir að þeir eru að taka á málum af ábyrgð, en eru ekki á móti "bara til að vera á móti". Þó að það kunni að vera að íslendingar myndu vinna málarekstur um ICESAVE eftir dúk og disk, þá er ekkert öruggt í því efni.
mbl.is Mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð vegna rangrar lagasetningar

Ljóst er að mikil þörf er á laganefnd hjá Alþingi, þar sem æ oftar kemur í ljós að lög og reglugerðir eru samin aftur og aftur á þann veg að þau stangast á við gildandi lög eða jafnvel stjórnarskrá. Ljóst er að ábyrgðin er hjá forsætisráðherra sem lagði málið fram og síðan hjá Allsherjarnefnd sem vann málið til enda. Klúður.
mbl.is Stjórnlagaþingskosning ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki skemmtilegir gestir á jólum

Þetta styður þá sem halda upp á gervitrén, þó að þetta hljóti að teljast fremur sjaldgæft. Að minnsta kosti höfum við notað lifandi tré um árabil og aldrei orðið vör við neitt slíkt.
mbl.is Jólatréð iðaði af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öskufok hlýtur að fylgja

Alla vega virtist vera talsvert öskufok að sjá héðan frá Hellu fram eftir morgni.
mbl.is Hvassar vindhviður og sandfok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftsteinn - samantekt

Í viðbót við loftsteinafærsluna í gær, þá ætla ég að bæta við smá samantekt um umfjöllun sem hefur farið fram um þetta, fréttir og blogg osfrv.

Fyrst kemur fréttin á mbl.is kl. 18:46:

Ljóskúla sprakk á austurhimni

Fólk sem statt var á Suðurlandsvegi við Landvegamót um klukkan 18 í kvöld sá stóra skæra ljóskúlu á austurhimninum með hala á eftir sér. Skömmu seinna sprakk hún í fjóra eða fimm hluta og eldglæringar fylgdu með. Sást þetta fyrirbæri einnig úr Reykjavík.

„Oft hefur maður séð minniháttar svokölluð stjörnuhröp þegar loftsteinar brenna upp í gufuhvolfinu, en þetta slær öllu við sem maður hefur séð,“ segir Óli Már Aronsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Hellu sem þarna var á ferð. 

„Gaman verður að sjá hvort fleiri hafa ekki séð þetta og þótt mikið um,“ bætir Óli Már við.

Maður sem var á keyrslu í vesturbæ Reykjavíkur sá ljósið einnig, skýrt og greinilega.

Samkvæmt Almanaki Háskóla Íslands erum við að fara í gegn um loftsteinabelti. Áhrif þess eiga að vera í hámarki á þriðjudag. Viðmælendur blaðsins telja það líklegustu skýringuna. Síðan er bent á að himinn sé heiður og þá sjáist fyrirbæri sem þessi betur.

 

Ofangreindri frétt tengjast 5 bloggfærslur, eða 4 fyrir utan mína:

 
Svo bætast fleiri blogg eða athugasemdir við á þessum bloggsíðum og hér að neðan er blogg frá Stjörnufræðivefnum, þar sem má finna allskonar umfjöllun um svona fyrirbrigði:


 Þessi frétt birtist á visir.is kl. 19:05:

Dularfullt ljós á himnum - sennilega stjörnuhrap

 

Stjörnuhrap fyrir nokkrum vikum.

Allnokkrir hafa hringt inn á fréttastofu og segjast hafa séð skært ljós á himnum sem hrapaði til jarðar. Einn sjónarvotturinn taldi að þarna hafi verið óvanalega bjart stjörnuhrap. Svo virðist sem það hafi verið á suðurlandi en annar sjónarvotturinn sem var gestur í Bláa lóninu sagði fyrirbærið hafa verið svo skært og mikið að það virtist mjög nálægt. Fyrirbærið sást um klukkan hálf sex í kvöld.

„Við héldum fyrst að þarna hefði flugvél hrapað," segir sjónarvotturinn sem var með konunni sinni í Bláa Lóninu þegar hann sá bjarmann og gat ekki lýst honum öðruvísi en að þarna virtist hreinlega logandi flugvél vera að hrapa til jarðar.

Hann segir fyrirbærið hafa verið á himnum í allnokkrar sekúndur. Sjálfur giskaði hann á að það hafi sést vel í um fimm sekúndur.

„Konan mín fékk gæsahúð. Sjálfum líður mér eins og ég hafi séð eitthvað meiriháttar," sagði sjónarvotturinn í viðtali við Vísi.

Þegar haft var samband við Veðurstofu fengust engar upplýsingar um fyrirbærið sem er sennilega stjörnuhrap.

 

Og þessi frétt á visir,is kl, 19:38:

Ljósið var lofsteinn sem splundraðist með tilþrifum

 

„Þetta var örugglega lofsteinn sem splundraðist með tilþrifum," segir Sævar Helgi Bragason formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og einn af stjórnendum vefjarins Stjörnuskoðun.is. Þegar framburður sjónarvottanna sem sáu mikla ljósrák á austurhimni síðdegis er borinn undir Sævar segir hann lýsingarnar ríma nokkurn veginn við það að lofsteinn hafi splundrast þegar hann kom inn í gufuhvolfið.

Spurður út í framburð eins sjónarvottsins sem var í Bláa Lóninu þegar hann sá lofsteininn, en hann lýsti hrapinu eins og það væri mjög nálægt honum, segir Sævar Helgi: „Það er mjög algengt að manni finnist þeir vera mjög nálægt en lofsteinninn er sennilega í tug kílómetra hæð."

Sævar segist frekar búast við því að ef steininn hafi náð til jarðar þá hafi hann endað í hafinu. Hann áréttar þó að hann viti ekki nóg um hrapið til þess að fullyrða neitt um það.

„Þetta er miklu algengara en maður heldur," segir Sævar Helgi en það er ekki nema nokkrar vikur síðan annað eins hrap náðist á myndavél lögreglunnar sem var á leiðinni austur til Selfoss. Sævar segir þetta hrap sennilega hafa verið svipað nema svo virðist sem að um tilkomumeira hrap hafi átt sér stað nú.

Spurður hvort slík hröp séu að verða tíðari hér á himnum segir Sævar að svo sé alls ekki, veðrið hafi einfaldlega verið hagstæðara og á þá við að það sé búið að vera léttskýjað undanfarið.

„Svo er bara að horfa sem oftast upp," segir Sævar Helgi um stjörnuhröpin en eitt slíkt á sér stað hér á landi mánaðarlega. Hægt er að fræðast um stjörnuhröp og lofsteina á vefsíðunni Stjörnuskoðun.is en þar má lesa allan mögulegan fróðleik um allt sem er tengt stjörnum og himingeimnum.

Gott í bili

 


Loftsteinn sprakk í geimnum!

Við hjónin vorum að koma austur Suðurlandsveg um hálf sexleytið, þegar við sáum stóra skæra ljóskúlu á austurhimninum með hala á eftir sér. Rétt seinna sprakk hún í 4-5 hluta og eldglæringar fylgdu með. Oft hefur maður séð minniháttar svokölluð stjörnuhröp þegar loftsteinar brenna upp í gufuhvolfinu, en þetta sló öllu við sem maður hefur séð áður. Gaman verður að sjá hvort fleiri hafa séð þetta og þótt mikið um. Ég er að skrifa þetta núna um sexleytið og vorum við stödd við Landvegamót þegar við urðum vitni að þessu.

*Viðbót*
Maður úr Hafnarfirði hringdi í mig áðan og hafði séð þetta þaðan. Virkaði eins og það væri yfir Bláfjöllum. Þá hafa semsagt ca. 5-6 manns meldað að hafa séð þetta úr Hafnarfirði, vesturbæ Rvíkur, Snæfellsnesi og Dalasýslu auk okkar á Suðurlandi.


mbl.is Loftsteinn sprakk á austurhimni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hallgrímskirkja - Hringadróttinssaga

Á dögunum rakst ég á mynd af Hallgrímskirkju á netinu, sem ein af mörgum mjög sérstökum kirkjum heimsins. M.a. var vitnað til þess að kirkjan hæfði byggingarstíl sem ætti heima í Hringadróttinssögu.

hkirkja2

hkirkja1

Tunglið og Hekla

hekla1.jpgÞað var mikil veðurblíða í gær, loftið tært og hreint í síðdegissólinni. Ég gat ekki stillt mig um að taka mynd af Heklu með tunglið trónandi nánast á toppnum. Fiktaði reyndar aðeins í henni með Photoshop líka.

   


Næsta síða »

Höfundur

Rang(is)færslur
Rang(is)færslur

Þessi bloggsíða er tengd frétta- og myndasíðunni rang.is sem er í umsjón höfundar, Óla Más Aronssonar á Hellu. Tilgangurinn er að auka umræður og koma á framfæri fréttum og myndum úr héraði og jafnvel víðar að.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband