Færsluflokkur: Bloggar

Auðvitað eru Norðmenn bestu vinir okkar

Nema kannski eru Færeyingar betri vinir, eða Danir? Hvað með Letta og Litháa? Við eigum bara fullt af vinum um allan heim.
mbl.is Íslendingar jákvæðastir í garð Norðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert, notum meira karrý

Þetta er athyglisverð grein og á öðru bloggi er þetta nánast kryfjað til mergjar af mönnum sem virðast hafa vit á hlutunum. Þar er m.a. gefið í skyn að lyfjafyrirtæki haldi þessu leyndu. Skoðið það.

 http://apalsson.blog.is/blog/apalsson/entry/971580/


mbl.is Efni í karríi drepur krabbameinsfrumur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun "hækka" og skattar líka

Það er von að Jóhanna sé ánægð með að kjarasamningar verði framlengdir, þetta þýðir það að lægstu laun munu hækka um 7-8 þús. á mánuði um leið og manni skilst að skattar á sama fólkið hækki jafnvel um 20% á næstunni. Ekki má gleyma þeirri kaupmáttarminnkun sem hefur orðið síðasta árið vegna gengishruns, hækkunar höfuðstóls lána vegna verðtryggingar, ofl. hörmunga. Ekki veit ég hvaða stöðugleika stöðugleikasáttmálinn svokallaði á að tryggja, sennilega á að gæta þess að kaupmáttur haldist lágur áfram. En forsætisráðherra var ekkert spurður um þetta í fréttinni en dæmið snerist fljótlega um fögnuð annarra landa við að fá okkur í ESB.

En svo heyrði ég í útvarpinu í dag að forsætisráðherra sagði að það væru tímamót fyrir endurreisn eftir hrunið að fá þessa endurskoðun frá AGS í dag og bætti við að hún væri mjög ánægð með þetta og það hafi gengið snurðulaust fyrir sig!!??  Bíðum nú við!  Er það snurðulaust að það hafi orðið seinkun á þessu um hálft ár??


mbl.is Fagnar framhaldi kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flosi Ólafsson látinn

Það kom nokkuð á óvart eftir fregnir af honum þar sem búið var að flytja hann af gjörgæslu eftirFlosi Ólafsson bílslysið og á almenna legudeild og gefa út að hann væri úr lífshættu. Flosi var ástsæll leikari og pistlahöfundur. Við hjónin áttum þess kost að vera með honum og fleira fólki í kaþólskri lesmessu hér á Hellu í boði Leifs Þórarinssonar og Ingu Bjarnason. Þetta var hér fyrr á árum, þegar þau bjuggu á Hellu um tíma.

Skrítin fyrirspurn, spyr en segist vita svarið

Þetta er einkennileg fyrirspurn þar sem Jóhanna spyr um mál sem hún segir jafnframt að hún viti svarið við, en hvort það sé hægt að skýra það betur út fyrir öðrum. Auðvitað gat kæri Jens ekki svarað öðruvísi en á sama hátt og hafði verið sagt áður, það er svarið sem er í raun farið fram á af Jóhönnu. 

Það hefði hins vegar verið mjög fróðlegt að vita svarið við hvort það væri hugsanlegt að Norðmenn myndu vilja aðstoða okkur með lánalínum ef við færum með Icesave fyrir dómstóla og málin tefðust við það.


mbl.is Birtir bréf Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra en að deyja úr leiðindum

Ekki vil ég mæla þessu bót, en einhvern veginn hljóta svona afbrotamenn að vera meira yfirvegaðir og hættuminni en dópistar
mbl.is Eldri borgarar rændu búð til að gera lífið spennandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biðja þarf afsökunar á fleiru er það ekki?

Auðvitað er gott og blessað að biðja fólk afsökunar á hruninu og allri þeirri óstjórn og eftirlitsleysi sem ríkti fyrir hrun. En er bara ekki kominn tími til að Jóhanna biðji líka afsökunar á aðgerðarleysinu síðan og hvað endurreisnin fer hægt af stað?

________

Svo vorum við að horfa á sjónvarpsþátt um hrunið sem hefði alveg eins getað verið útvarpsþáttur og mikið betri sem slíkur. Þarna var lesinn upp endalaus texti, sennilega úr bók Guðna Th. sem utsvar1.jpgþátturinn byggðist á, sýndar endalausar kyrrmyndir af lógóum bankanna og skjaldarmerkinu, myndir úr auðum herbergjum og síðan voru þau myndskeið sem sýnd voru, spiluð aftur og aftur.  Það hefði frekar mátt sýna þulinn meir, að ég tali nú ekki um ef hún hefði fengið hárgreiðslu eins og í Útsvari, þessi fjallmyndarlega kona.


mbl.is Biður þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnuræða og umræður

Ég átti þess kost að hlusta á umræður um stefnuræðu forsætisráðherra í gær og get ekki stillt mig um að setja eina eða tvær setningar um hvern ræðumann á blað. Þetta er aðallega til gamans og ekki vel ígrundað. Ég gæti meira að segja hafa dottað af og til. Svo kann að vera að hlutleysið sé ekki haft í hávegum við gerð þessara ör-palladóma.
Bara einn af þessum fríða hópi talaði blaðlaust.

Jóhanna Sigurðardóttir var eins og hún hefur alltaf verið.....  öm..leg   og lofaði góðum tíma framundan fyrir unga og aldna, (nefndi ekki fólkið þar á milli, það á sennilega að borga brúsann!!)  Sagði að Icesave væri ekki okkar stærsta vandamál, heldur Davíð. 

Bjarni Benediktsson talaði nokkuð vel og yfirvegað, mismælti sig óvenju lítið, kemur vel fyrir, glæsilegur maður, en er það nóg?  Hann hækkaði ræðupúltið alveg helling. 

Katrín Jakobsdóttir er flott ung kona sem talar vel en segir ekki neitt. Hún sem varaformaður VG hefði mátt koma inn á mál málanna, þetta með brotthvarf Ögmundar og fleiri mál því tengd. En ... nei. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson talaði blaðlaust og stóð sig vel að vanda, tók málin frá öðrum vinkli, að mörgu leyti hvass og óvæginn í gagnrýni. Botninn datt svolítið úr hjá honum í restina og engar tillögur, nema gera hlutina þveröfugt við hvernig ríkisstjórnin gerir þá. 

Birgitta Jónsdóttir eiginlega bara döpur og ömmuleg. Er held ég á móti ríkisstjórninni..... eða hvað?....... jú ég held það kannski?.... eða kannski ekki. 

Þráinn Bertelsson eins og jólasveinn í útliti, en ekki innræti, beittur í háði og vildi ekki ræna ömmu sína (hvað er hún eiginlega gömul?) með niðurskurði og nýjum sköttum. 

Árni Páll Árnason er að verða einn leiðinlegasti þingmaður þjóðarinnar, gerist smám saman eftir því sem hann talar oftar opinberlega. Hann mismælir sig það mikið að maður heldur stundum að tungan í honum sé að reyna að koma í veg fyrir lygarnar. Hann vill láta verkin tala, en bara í Icesave. 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er að verða svolítið þreytt, aðallega í tali. Maður þarf alltaf orðið að lækka í hljóðinu þegar hún byrjar, því hún virðist ákveðin í að láta mann heyra hvað hún segir hvort sem maður vill eða ekki. 

Svandís Svavarsdóttir er alveg reiprennandi læs og sagði örugglega helmingi meira á sama tíma og hinir.Var aðallega að ráðast á þá sem voru vondir við VG áður en hrunið reið yfir. Ekki orð um skipulagsmálin, svo ég tæki eftir. 

Siv Friðleifsdóttirsetti upp heilmikið leikrit um heilbrigðisráðherra og heilbrigðismálin almennt. Hún sýndi leikræna tilburði og hæfileika, rétt að benda Tinnu Gunnlaugs og Steven Spielberg á það, ef hún skyldi verða atvinnulaus eins og þúsundir annarra Íslendinga. 

Margrét Tryggvadóttir lofaði Íslendingum góðri framtíð??.... já í framtíðinni. 

Ólína Þorvarðardóttir var háfleyg með eindæmum, byrjaði á ljóðmælum og úthúðaði síðan fyrri ríkisstjórnum, m.a. sem Samfylkingin sat í, með nánast háfleygum blótsyrðum. 

Ragnheiður Elín Árnadóttir flutti aðallega skilaboð frá öðru fólki sem hún hefur hitt í kjördæminu og ræddi m.a. um að það ætti að skapa núna þingsátt um mál sem þarf að leysa og láta önnur mál í friði sem fólkið í landinu er að vinna sjálft að og vill vera í friði með. 

Björn Valur Gíslason sagði að þjóð sem ekkert lærir af mistökum sé ekki viðbjargandi, Íslendingar eru ekki þannig, sagði hann svo þegar hann áttaði sig. 

Sigurður Ingi Jóhannsson var ekki tiltakanlega argur út í neinn, en ræddi almennt um uppbyggingu og tækifæri framundan, að sjálfsögðu með fulltingi Framsóknarflokksins. 

Þór Saari benti á að hann og fleiri hefðu mótmælt fyrri ríkisstjórnum og þeir væru enn að mótmæla þessari ríkisstjórn þó þau vissulega styddu hana??  En nú væru nammidagar hjá henni þar sem boðin væru innihaldslaus úrræði. Hann hefði átt að lækka ræðupúltið.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Rang(is)færslur
Rang(is)færslur

Þessi bloggsíða er tengd frétta- og myndasíðunni rang.is sem er í umsjón höfundar, Óla Más Aronssonar á Hellu. Tilgangurinn er að auka umræður og koma á framfæri fréttum og myndum úr héraði og jafnvel víðar að.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband